Skráning fyrir STSR 2020 er komin af stað en keppnin verður haldið þann 28. mars 2020. Þetta verður skíðaveisla!
Super Troll Ski Race 2020

Skráning fyrir STSR 2020 er komin af stað en keppnin verður haldið þann 28. mars 2020. Þetta verður skíðaveisla!
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg er með humar frá Humarsölunni til sölu. Liður í fjáröflun fyrir barna og unglingastarf félagsins.
1 kg millistórt skelbrot á 7.500 kr. Glæsilegur humar sem hentar við flest tækifæri og góður í fjölmarga matseld um jólahátíðirnar.
1 kg Skelflettur humar á 5.000 kr. Feikivinsæll humar sem hentar vel í súpur, salöt, ofan á pizzur og fleiri matseld þar sem að bragðið og skortur á fyrirhöfn skiptir mestu máli. UPPSELDUR!
Hægt er að hafa samband við Jón Garðar í gegnum tölvupóstfangið jongardar79@gmail.com
Í dag, 14. nóvember 2019 á skrifstofu Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Siglufirði var dregið í happdrætti Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) af fulltrúa Sýslumannsins Brynju Hafsteinsdóttur. Viðstöð voru fyrir hönd SSS: Jón Garðar Steingrímsson, formaður og Anna María Björnsdóttir, gjaldkeri.
Lagt var fram leyfi happadrættisins, dagsett 17. október 2019 útgefið af Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Fjöldi útprentaðra miða var 800 stk. og seldir voru 622 stk. Dregið var úr seldum miðum samkvæmt framlagðri vinningskrá, þó seldust miðar í hærri númerum en 622.
Útdráttur Happdrætti SSS haustið 2019 fór þannig fram (birt með fyrirvara um innsláttarvillur):
Vinningur: | Verðmæti: | Vinningsnúmer: | |
1.vinningur | Gjafabréf frá Saga Travel | 65.000 | 684 |
2.vinningur | Gjafabréf á Sigló Hótel og Sunnu | 40.500 | 407 |
3.vinningur | Gisting í Sæluhúsum | 55.000 | 375 |
4.vinningur | Benecta | 35.000 | 280 |
5.vinningur | Árskort á Skíðasvæði Siglufjarðar | 27.000 | 285 |
6.vinningur | Árskort á Skíðasvæði Siglufjarðar | 27.000 | 072 |
7.vinningur | Flíspeysa frá Cintamani | 24.000 | 474 |
8.vinningur | Gjafabréf frá Norðursiglingum | 21.000 | 259 |
9.vinningur | Vörur frá Rakarastofu Ragnars | 20.000 | 369 |
10.vinningur | Tannhvítun frá Heilsu og Útlit | 20.000 | 155 |
11.vinningur | Skíðabakpoki frá Fjalari | 16.000 | 057 |
12.vinningur | Kraftgalli frá Olís | 20.000 | 480 |
13.vinningur | Gjafakarfa frá Kjörbúðinni Ólafsfirði | 15.000 | 132 |
14.vinningur | Klipping og vörur frá Hrímnir | 13.900 | 583 |
15.vinningur | Gjafabréf frá Siglunes | 13.000 | 167 |
16.vinningur | Siglufjörður frá Síldarminjasafninu | 13.000 | 425 |
17.vinningur | Gjafabréf frá Harbour House Cafe | 10.000 | 564 |
18.vinningur | ChitoCare vörur frá Primex | 10.000 | 142 |
19.vinningur | Gjafabréf á Torgið frá Vex | 10.000 | 268 |
20.vinningur | Gjafabréf frá Kjarnafæði | 10.000 | 081 |
21.vinningur | Heyrnartól frá Símanum | 10.000 | 600 |
22.vinningur | Gjafabréf frá Everst | 10.000 | 500 |
23.vinningur | Vörur frá Múlatind | 10.000 | 138 |
24.vinningur | Gjafabréf frá Fjallahestum Sauðanesi | 10.000 | 648 |
25.vinningur | Gjafabréf frá Fjallahestum Sauðanesi | 10.000 | 577 |
26.vinningur | Húfa og vettlingar frá Cintamani | 9.000 | 179 |
27.vinningur | Ostakarfa frá MS og Egils Appelsín | 9.000 | 381 |
28.vinningur | Vörur frá Efnalauginni Lind, Kristall og prins | 9.000 | 535 |
29.vinningur | Gjafabréf í Sjóböðin á Húsavík | 8.600 | 487 |
30.vinningur | M Fitness taska og brúsi | 8.500 | 401 |
31.vinningur | Dekurpakki frá Siglufjarðar Apóteki | 8.500 | 392 |
32.vinningur | Gjafapakki frá Hárgreiðslust. Sillu | 8.000 | 318 |
33.vinningur | Gjafabréf frá Snyrtistofu Hönnu | 7.800 | 328 |
34.vinningur | Sundkort frá Fjallabyggð og prins polo | 6.500 | 661 |
35.vinningur | Sundkort frá Fjallabyggð og prins polo | 6.500 | 558 |
36.vinningur | B Jenson gjafabréf, Egils Appelsín og Oreo kex | 6.500 | 286 |
37.vinningur | Gjafabréf frá Torginu | 5.000 | 226 |
38.vinningur | Mánaðarskammtur af Magnesíum | 5.000 | 626 |
39.vinningur | Mánaðarskammtur af Magnesíum | 5.000 | 469 |
40.vinningur | Gjafabréf frá Siglósport | 5.000 | 383 |
41.vinningur | Gjafabréf frá Siglósport | 5.000 | 526 |
42.vinningur | Molar frá Frida Súkkulaðikaffihús og Pepsí | 4.000 | 408 |
43.vinningur | Gjafabréf frá Fiskibúð Fjallabyggðar | 4.000 | 165 |
44.vinningur | Gjafabréf frá Videóval og Oreo kex | 4.000 | 247 |
45.vinningur | Gjafabréf frá Videóval og Oreo kex | 4.000 | 445 |
46.vinningur | Konfektkassi frá Nóa Sirius og Kristall | 2.300 | 342 |
47.vinningur | Konfektkassi frá Nóa Sirius og Kristall | 2.300 | 139 |
Hægt er að nálgast vinninga til og með 4. desember 2019 hjá Önnu Maríu Björnsdóttur (699 8817).
SSS þakkar þeim fyrirtækjum sem að gáfu vinninga í happadrættið og styrktu okkur í undirbúningi þess innilega fyrir framlagið.
Fréttatilkynning SSS vegna Super Troll Ski Race 2019
Stjórn Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) ákvað í dag að fresta alþjóðlega fjallaskíðamótinu Super Troll Ski Race fram á næsta ár vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ákvörðunina var ekki auðvelt að taka þar sem mótið er ein helsta fjáröflun barna- og unglingastarfs SSS og hafði verið haldin fimm ár í röð. Hins vegar eru aðstæður orðnar slíkar með snjóalög á norðanverðum Tröllaskaga og með öryggi og mögulega ánægjuupplifun þátttakenda í huga, telur stjórn SSS ekki tækt að halda mótið þetta árið. Verndari mótsins og ráðgjafar að mótsnefnd styðja þessa ákvörðun.
Stjórn SSS þakkar styrktaraðilum, öllum þeim sem nú þegar eru skráðir á mótið, þeim sem stefndu að því að skrá sig á mótið og þeim sem að undirbúningi mótsins hafa komið, kærlega fyrir. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þessi ákvörðun kann að hafa og munum hafa samband við þá sem nú þegar hafa greitt mótsgjald.
Árið 2020 heldur SSS uppá aldarafmæli sitt og vonumst við að sjá sem flesta ykkar það ár þegar sjötta alþjóðlega fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race verður haldið.
Andrésar andar leikarnir fóru fram í 44. skipti í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 24.–27. apríl 2019. Keppt var í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum.
Skráðir voru 38 þátttakendur frá SSS, 37 í alpagreinum og 1 á snjóbretti. Aðstæður voru nokkuð krefjandi enda heitt í veðri.
Keppendur létu það þó ekki mikið á sig fá og stóðu sig með príði. Nokkrir þátttakendur SSS komust á pall þetta árið. Úrslit má nálgast hér.
Allir þátttakendur í yngsta hópnum fá þátttökuverðlaun sem krökkunum þykir mjög spennandi að hljóta.