SSS fer reglulega til Austurríkis í skíðaferð í janúar. Þessar ferðir hafa verið vinsælar meðal iðkenda og fullorðinna sem að með hafa farið.
Kostirnir eru eftirfarandi:
- Snemmskíðun í „þjálfunarbúðum“. Suma daga er skíðað tvisvar yfir daginn aðra daga eru ein löng.
- Aðgengi að tiltölulega ódýrum skíðabúnaði sem að hægt er að prófa.
- Hópefli og skemmtun.
Staðsetning: Neukirchen, sem er smábær með um 2.600 íbúa staðsettur í Zell am See. Þorpið er í um 850 m hæð yfir sjávarmáli en skíðasvæðið í um 2.200 m.
Skíðasvæði: Wildkogel. Skoðið endilega appið sem að þeir eru með ásamt vefmyndum af svæðinu.