SSS fer reglulega til Austurríkis í skíðaferð í janúar. Þessar ferðir hafa verið vinsælar meðal iðkenda og fullorðinna sem að með hafa farið.
Kostirnir eru eftirfarandi:
- Þjálfunarbúðir við oftast frábærar aðstæður. Suma daga er skíðað tvisvar yfir daginn aðra daga eru ein löng.
- Aðgengi að tiltölulega ódýrum skíðabúnaði sem að hægt er að prófa.
- Hópefli og skemmtun.
Staðsetning: Neukirchen, sem er smábær með um 2.600 íbúa staðsettur í Zell am See. Þorpið er í um 850 m hæð yfir sjávarmáli en skíðasvæðið í um 2.200 m. Frá svæðinu er hægt að komast með skíðarútu eða lest yfir á önnur skíðasvæði, s.s. Hochkrimml og Kitzbühel Alpen.
Skíðasvæði: Wildkogel. Skoðið endilega appið sem að þeir eru með ásamt vefmyndum af svæðinu.
Áður en farið er út:
Mælum með að sækja um Evrópska sjúkratryggingakortið áður en farið er út. Einnig að huga að hvort sækja þurfi um umboð fyrir að ferðast með annarra manna börn, ef við á.
Fríhöfnin:
Krakkarnir eiga að vera með bláu SSS húfurnar og í grænu SSS hettupeysunum. Flug út: Icelandair til München 07:20 – 12:10. Hópurinn hittist 2,5 tímum fyrir brottför og aðstoðar með innritun farangurs (skíðapoka). Reiknið með að vera um 4:30 á flugvellinum, því aðstoða þarf að koma farangri inní flugstöðvarbygginguna og innrita allan hópinn. Það þurfa allir að leggjast á eitt að gera þetta jákvæða upplifun fyrir alla. Farið er snemma af og fyrsti dagurinn fer í lítið annað en ferðalög. Lent úti: Í München tökum við rútu til Austurríkis en það þarf að virða reglur en þýskumælandi menningarheimar gera ráð fyrir að börn sýni fullorðnum virðingu.
Hópurinn hjálpast að við að koma farangri fyrir í rútunni + kerru. Ferðalagið til Neukirchen: Ferðin tekur um 3,5 klst en oftast er stoppað stutt (30 mín) á landamærum Þýskalands/Austurríkis. Hér þarf að standa sig vel í því að tímalegar skuldbindingar standist og allir komi á umsömdum tíma eftir stoppið í rútuna.
Hótelið í Neukirchen:
Gist er á glænýja hóteli Venediger Lodge, Marktstraße 64, A-5741 Neukirchen
Skíðasvæðið:
Eins og venjulega þarf að koma stöngum, stubbum og strám uppá svæðið en starfsmenn svæðisins eru mjög hjálpsamir og aðstoða við það. Stangir, stubbar og strá eru svo geymd uppá svæði. Mjög miklvægt er að virða þær reglur sem gilda á skíðasvæðunum en svæðið er mjög stórt og menn taka öryggisreglur mjög alvarlega.
Pakkað fyrir ferðina:
- Komið fyrir í skíðapoka (mælum með að kaupa góðan og vandaðann skíðapoka)
- Skíði
- Skíðastafir
- Í tösku tengt skíðaæfingum
- Skíðaskór
- Hjálm (fyrir alpageinar)
- Skíðagleraugu
- Bakpoki til að hafa í fjalli (hægt að nota sem handfarangurspoka)
- Góðan plastpoka til að hafa inni í bakpokanum
- Nærföt fyrir ferðina
- Góða útivistar sokka (mælum með úr ull)
- Ullarbolur eða álíka sem innsta lag
- Ullarsíðbuxur eða álíka sem innsta lag.
- Síðerma millilag (ull eða gerviefni)
- Hanskar
- Hlýjar lúffur
- Húfa (flís eða ull)
- Buff um háls
- Skíðabuxur síðar/stuttar
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Sólgleraugu
- Kuldakrem ,sólarvörn og varasalvi
- Blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Í tösku tengt afslöppunar
- Inniskó
- Tannbusti, tannkrem og snyrtivörur
- Kósíföt
- Aukaskór
- Sundföt
- Síma, handspil, borðspil eða álíka