SSS reynir eftir besta megni að bjóða uppá æfingar fyrir alla aldurshópa.
Æfingar í alpagreinum eru haldnar í Skarðsdal. Byrjendanámskeið eru haldin reglulega en þau verða auglýst í fréttahluta síðunnar. Allir ólögráða iðkendur fá vetrarkort í fjallið að kostnaðarlausu.
Æfingar á gönguskíðum eru haldnar í samstarfi við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Námskeið verða haldin reglulega en þau verða auglýst í fréttahluta síðunnar.