Veðrið núna

Alpagreinar

Skíðasvæðið á Siglufirði er ævintýralegt með sín háu fjöll sem rísa upp af hinu harðgerða norður-Atlantshafi og henta einstaklega vel til skíðaiðkunar. Þegar þannig ber undir skarta norðurljósin sínu fegursta og fátt betra en að njóta stillanna umvafinn þessum hrikalega fjallahring. Nálægðin er einnig einstök þar sem iðulega er hægt að spenna á sig skíðin við útidyrnar nú eða renna sér heim.

Snjó festir oft snemma um vetur og er gjarnan skíðafært fram í maí. Hægt er að fara á göngu-, svig- og fjallaskíði og að sjálfsögðu á snjóbretti. Svo er auðvitað þyrluflug í boði um allan Tröllaskaga. Afþreying á staðnum er góð með auknum áherslum íbúa á ferðamannaiðnað og má þar að öðrum ólöstuðum nefna Frida Súkkulaðikaffihús, Segul 67 brugghús, Sigló Hótel, Siglunes Guesthouse, Kaffi Klara, Brimnes Hótel, Amazing Mountains, söfn, setur og sýningar.

Einnig má nefna að fjarlægð frá Reykjavík er um 400 km og því vel hægt að komast til Fjallabyggðar fyrir kvöldmat frá Höfuðborgarsvæðinu ef lagt er af stað um hádegi.

%d bloggers like this: