Veðrið núna

Útbúnaður

Áður en farið er á skíði

Gott er að vera búin að borða rúmum klukkutíma fyrir æfingu. Hollur og góður matur er eitthvað sem að mælt er með. Brauðsneið, ávextir og grænmeti. Ef tíminn er af skornum skammti er sniðugt að fá sér banana og hnetumix en fara ekki í orkugefandi snarl. Flest allt orkugefandi snarl er uppfullt af hvítum sykri eða ávaxtasykri í bland við hnetur og fræ.

Salernisferðin áður en farið er út er mjög gott að hafa í vanagangi tengdum skíðaæfingum.

Kannið veðurspánna og aðstæður á skíðastað.

Klæðnaður

Börnin verða að vera klædd eftir veðri. Vinsamlegast hafið það í huga að gott er að fylgjast með veðurspá, því skjótt skipast veður í lofti.

Fyrir alpagreinar er góður búnaður: Ullarföt, ullarsokkar, lamhúshetta eða buff innan undir hjálminn og/eða um háls, snjóbuxur, úlpa og lúffur. Ef veður er gott er hægt að vera í skíðagalla en oftast borgar siga að hafa úlpu með. Mælt er gegn notkun heilgalla (eða svo kölluðum kraftgöllum). Skylda er að vera með góðan hjálm, hann skal ætlaður til skíðaiðkunar, er hlýr og ver barnið. Hjálmar sem eru með hörðum eyrum verja betur en að þeir sem eru með mjúkum. Góð skíðagleraugu sem passa vel á andlit barnsins og í hjálminn eru nauðsynleg til að verja augu og andlit barnsins, ekki með of dökku gleri þar sem stór hluti æfinga fer fram í misjöfnum birtuskilyrðum. Bakhlíf er æskileg en ekki skylda. Gæta þess að lyftupassinn sé á sínum stað á vinstri hlið t.d. vettlingi eða úlpuerm.

Fyrir gönguskíðagreinar er góður búnaður: Ullarföt, ullarsokkar, fóðruð húfa, fóðraðar en léttar snjóbuxur og jakki, fingravettlingar eða léttar en fóðraðar lúffur. Of þykkar buxur og úlpur geta hamlað hreyfingum og dregið úr ánægju af skíðaiðkun.

Blautan skíðaklæðnað skal hengja til þerris strax eftir æfingu og er það mjög mikilvægt uppá endingu að hann nái að þorna vel.

Skíðaútbúnaður

Barnið skal vera á skíðum sem hentar hæð þess, í skóm sem passa skóstærð. Bindingar við skíði þurfa að passa skíðaskóm og stífleiki þeirra þarf að hæfa getu og þyngd barnsins

Best er að ráðfæra sig við söluaðila skíðaútbúnaðar varðandi stærðir, tegundir og stillingar við kaup á nýju eða notuðu í gegnum þar til gerða söluaðila en ef keypt er notað af öðrum mælum við með því að ræða við þjálfara. Athugið að það er betra að vera á of litlum skíðum en of stórum.

Skíði, bindingar, alpagreinaklossar/gönguskíðaskór og hjálmar mega ekki vera of gamalt. Plast hefur ákveðinn endingartíma og verður stökkt en eiginleikar þess breytast á nokkrum árum.

Um alpagreinaklossar er almennt séð miðað við 7-9 ár en þessum tíma er þó hægt að lengja með góðri umgengni (t.d. með því að smella alpagreinaskónum saman með innleggið á réttum stað) en passa þarf að sólarljósið nái ekki að skína á skóna.

Ef barnið notar skíðastafi þarf að gæta þess líka að þeir séu passlegir á lengd. Gott er að fá þjálfara til aðstoðar þegar verið er að meta hvort endurnýja þurfi skíðabúnaðinn.

%d bloggers like this: