Veðrið núna

Frábær árangur hjá Laufeyju í vetur

Laufey Petra Þorgeirsdóttir er í námi á Akureyri þar sem hún æfir með Skíðafélagi Akureyrar og keppir fyrir SSS.

Í vetur landaði hún 3. í bikarkeppni SKÍ í flokki stúlkna 16-17 ára.

Önnur afrek vetrarins eru að hún náði á pall með bronsi á Skíðamóti Íslands þann 1.-2. apríl í svigi og á ÍR FIS svigmóti 2 þann 18. mars í flokki 16.-17. ára stúlkna. Einnig varð hún í 4. Sæti á ÍR FIS svig móti 2 sem einnig var haldið 18. mars vegna frestana, 4. Sæti á Ármanns FIS móti 1 þann 19. mars ásamt því að lenda í 7. sæti á Skíðamóti Íslands þann í stórsvigi.

Páskar, mót og fyrirmyndir

Dymbilvikan og páskarnir 2023 voru viðburðaríkir dagar í Skarðinu.

Símanúmeramót SSS fór fram á skíðasvæðinu í Skarðinu og tóku um 40 keppendur þátt við fínar aðstæður. Að loknu móti var öllum boðið í kakó. Þetta mót er ein af fjáröflunum félagsins en velviljarar félagsins leggja félaginu til símanúmer sitt til keppni gegn áheiti og svo keppa iðkendur félagsins fyrir hönd símanúmeranna. Sigurvegarinn fær svo vinning í boði SSS. Við þökkum þeim sem styrktu klúbbinn.

KLM mótið hjá 4. bekk og eldri í svigi var haldið laugardaginn 8. apríl í Skarðinu við mjög flottar aðstæður. Heitt var í veðri, sól og salta þurfti brautina sökum vorfæris. Mótið gekk vel í alla staði og gleðin skein úr andlitum krakkanna.

Laufey Petra Þorgeirsdóttir æfði og keppti með krökkunum. Hún er í námi á Akureyri þar sem hún æfir með Skíðafélagi Akureyrar og keppir fyrir SSS. Hún hefur staðið sig mjög vel í unglingaflokki á mótum á vetrinum – Vel gert Laufey!

Foreldrar iðkenda stóðu í ströngu undanfarna daga í sjoppunni uppí Skarði. Seldu vöfflur, sælgæti, drykki, samlokur, hamborgara og franskar sem aldrei fyrr. Stjórn SSS vill koma á kæru þakklæti til allra sem hönd lögðu á plóg!

Unglingameistaramótið 2023

Helgina 24.-26. mars 2023 fór Unglingameistaramótið í Alpagreinum fram í blíðskaparveðri í Bláfjöllum á Ármannssvæðinu.

Alpagreinakrakkarnir og foreldra þeirra fjölmenntu þar en mótið gekk vel fyrir sig. Brautin var hörð og reyndi vel á hæfni keppenda.

Iðkendur okkar náðu fínum árangri. Iðkendur SSS kepptu allir í aldursflokki 12-13 ára.

Strákarnir voru þrír: Sebastían Amor Óskarsson hafnaði í 6. sæti í svigi, 11. í stórsvigi og 4. í samhliðasvigi, hársbreidd frá verðlaunasæti. Steingrímur Árni Jónsson varð 8. í sviginu,  8. í stórsvigi og datt út í samhliðasviginu í viðureign við Alex Helga (sigurvegara samhliðasvigsins) í áttaliðaúrslitum. Haraldur Helgi Hjaltason hafnaði í 26. sæti í stórsvigi.

Í flokki stúlkna SSS næstflesta keppendur frá sama klúbbi eða sjö. Mundína Ósk Þorgeirsdóttir varð 6. í stórsvigi. Tinna Hjaltadóttir varð 19. í stórsvigi og 28. í svigi. Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir hafnaði í 23. sæti í stórsvigi og 17. í svigi. Sóley Birna Arnarsdóttir varð 28. í stórsvigi og  20. í svigi. Alexandra Ísold Guðmundsdóttir hafnaði í 29. sæti í stórsvigi og  23. í svigi. Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir varð 30. í stórsvigi og  18. í svigi. Margrét Hlín Kristjánsdóttir varð 31. í stórsvigi og  21. í svigi.

SSS á mjög efnilega iðkendur í unglingaflokki sem við getum verið stolt af. Hampa má því góða starfi sem þjálfarar krakkana,  Anna María og Ingvar hafa innt af hendi og síðast en ekki síst heldur hópurinn okkar, iðkendur, foreldrar og þjálfarar að, heilla aðra með gagnkvæmri virðingu, virðingu gagnvart öðrum og samstöðu.

Kveðja,

Stjórnin