Veorio

Staoa opnuna

Minningarorð um Maríu Guðmundsdóttir Toney frá skíðafélögum

María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum er látin. María var dyggur félagi í SKA og alin upp í brekkum Hlíðarfjalls. María varð margfaldur Íslandsmeistari og keppti fyrir hönd Íslands bæði á HM unglinga og á heimsmeistaramótum um árabil. Segja má að allt líf Maríu hafi verið litað af skíðamennsku en hún stundaði nám bæði í skíðamenntaskóla í Geiló í Noregi og í skíðaháskóla í Bandaríkjunum. 

Þjálfarar skíðafélagsins minnast Maríu sem fyrirmyndar íþróttamanni sem var ávallt dýrmætu liðsmaður, litrík og jákvæð, glaðvær og brosmild sem tók áskorunum með einskæru jafnaðargeði og af yfirvegun – meira að segja þegar að hún slasaðist korter í ólympíuleika! 

Frábær árangur á Jónsmótinu

Hið árlega Jónsmót fór fram á Dalvík um helgina en mótið er fyrir 9-13 ára gamla krakka (fædd 2008-2012). Rúmlega 200 keppendur frá öllum Skíðafélögum landsins tóku þátt, þar af 14 keppendur frá SSS. Á föstudagskvöldinu var keppt í stórsvigi (1 ferð) og á laugardeginum í svigi (2 ferðir) og sundi (25 eða 50m bringusund eftir aldri). Þá var verðlaunað fyrir samanlagðan árangur í stórsvigi og sundi.

Árangur SSS krakkanna var framúrskarandi, bæði í fjallinu sem og í sundlauginni.

Tinna Hjaltadóttir varð í 3.sæti í stórsvigi og 4.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Steingrímur Árni Jónsson varð í 2.sæti í sundi og 4.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir varð í 4.sæti í stórsvigi, 1.sæti í sundi og 1.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Mundína Ósk Þorgeirsdóttir varð í 4.sæti í sundi og 3.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Sebastían Amor Óskarsson varð í 1.sæti í svigi, 2.sæti í stórsvigi, sundi og samanlögðu (stórsvig og sund).

Ragnheiður Kristín Ingvarsdóttir varð í 1.sæti í sundi og 3.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Freyja Júlía Brynjarsdóttir varð í 3.sæti í sundi og 2.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Alda Máney Björgvinsdóttir varð í 4.sæti í sundi.

Happdrætti SSS 2021

Sýnishorn miðans (vinningskrá) fyrir árið 2021

Í dag, 4. nóvember 2021 á skrifstofu Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Siglufirði var dregið í happadrætti Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) af fulltrúa Sýslumannsins Brynju Hafsteinsdóttur. Viðstödd var fyrir hönd SSS: Anna María Björnsdóttir, gjaldkeri. Lagt var fram leyfi happadrættisins útgefið af Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.

Fjöldi útprentaðra miða var 1.050 stk. og seldir voru 983 stk. Heildarverðmæti vinninga er 996.500 krónur. Einungis var dregið úr seldum miðum samkvæmt framlagðri vinningskrá.

Útdráttur Happdrætti SSS haustið 2021 fór þannig fram:

Númer vinnings í happdrættiLýsingAndvirði vinningsÚtdreginn miði
1.vinningurFjölskylduvetrarkort (2 + 2) í Skarðið og taska frá Fjalari116.000 kr.448
2.vinningur Gisting fyrir 2 með morgunmat, golfpassi frá Sigló Hótel,  Bækurnar “Saga úr Síldarfirði” og “Siglufjörður” frá Síldarminjasafni Íslands 60.800 kr.028
3.vinningur Heyrnatól og hátalari frá Símanum, gjafakort í Kjörbúðina54.000 kr.298
4.vinningurSnorklferð fyrir 2 í Silfru frá dive.is, vöruúttekt í Innes45.000 kr.303
5.vinningurGisting fyrir 2 með morgunmat frá Sigló Hótel, vöruúttekt í Innes  41.900 kr.491
6.vinningurGisting í Sæluhúsum, vöruúttekt í Innes40.000 kr.920
7.vinningurGisting fyrir 2 á Hótel Selfoss, gjafakort í Kjörbúðina, Quarta Posata vara frá Fastus40.000 kr.367
8.vinningurVörur frá Olís, gjafabréf frá Fiskbúð fjallabyggðar39.300 kr.185
9.vinningurGjafabréf í jarðböðin við Mývatn, gjafabréf frá Fisk kompaní, Quarta Posata vara frá Fastus  38.000 kr.228
10.vinningurBakpoki frá Sportval, Benecta vörur frá Genís32.000 kr.463
11.vinningurGjafabréf frá Northsailing, ZO∙ON vörur31.500 kr.189
12.vinningurForever young / Nuskin vörur, gjafabréf frá Bryn Design26.000 kr.217
13.vinningurBækurnar “Saga úr Síldarfirði” og “Siglufjörður” frá Síldarminjasafni Íslands, gjafabréf frá Fly over Iceland24.500 kr.106
14.vinningurGjafabréf frá Heba – Hár & hönnun, Benecta vörur frá Genís23.000 kr.490
15.vinningurVörur frá M-Fitness, gjafabréf frá Fiskmarkaðinum22.500 kr.906
16.vinningurGjafabréf frá Siglufjarðar Apótek, gjafabréf frá Berg ehf.22.000 kr.425
17.vinningurGjafabréf fyrir 2 í flotmeðferðarstund frá Sóta Summits, vörur frá Urtasmiðjunni21.000 kr.997
18.vinningurGjafakort í golfhermi Golfklúbbs Siglufjarðar, gjafabréf frá Humarsölunni20.500 kr.800
19.vinningurVörur frá Múlatindi, vörur frá Hrímni – Hár og skegg20.200 kr.043
20.vinningurBenecta vörur frá Genís20.000 kr.451
21.vinningurBenecta vörur frá Genís20.000 kr.740
22.vinningurÞriggja rétta máltíð fyrir 2 frá Siglunes Guesthouse, 12 súkkulaðimolar frá Frida súkkulaðikaffihús19.100 kr.404
23.vinningurChitocare frá Primex, vörur frá SR byggingarvörur18.600 kr.239
24.vinningurVörur frá Sillu hár, gjafabréf í Húsdýragarðinn18.200 kr.712
25.vinningurGjafabréf frá Efnalauginni, gjafabréf frá Videóval18.000 kr.104
26.vinningurGjafabréf á Torgið, vörur frá Purity herbs16.500 kr.779
27.vinningurGjafabréf frá Premium, vörur frá Purity herbs16.500 kr.536
28.vinningurGjafabréf frá Siglósport, vörur frá Segull 6716.000 kr.312
29.vinningurGjafabréf frá Bás ehf., 10 tíma sundkort frá Fjallabyggð15.800 kr.374
30.vinningurGjafabréf frá L7, 10 tíma sundkort frá Fjallabyggð15.800 kr.677
31.vinningurVörur frá ZO∙ON, gjafabréf í Höllina15.000 kr.211
32.vinningurGjafabréf á Torgið, gjafabréf frá Bryn Design15.000 kr.478
33.vinningurGjafabréf frá Nettó, Benecta vörur frá Genís14.000 kr.911
34.vinningurVörur frá Urtasmiðjunni14.000 kr.370
35.vinningurGjafabréf fyrir 2 í flotmeðferðarstund frá Sóta Summits13.000 kr.151
36.vinningurGjafabréf frá Kjarnafæði, 12 súkkulaðimolar frá Frida súkkulaðikaffihús, Benecta vörur frá Genís12.800 kr.682

Fyrstu æfingar SSS og fjáraflanir

Alpagreinaæfingar

Svona var þetta fallegt í vetur og verður vonandi eins
Vonum að flesti komist á skíði í vetur

Í samræmi við nýjar sóttvarnarreglur sem gilda frá 10. desember 2020 til og með 12. janúar 2021 verður skíðasvæðið í Skarðsdal einungis opið fyrir formlegar æfingar barna fædd 2005 og síðar. Við hvetjum áhugasöm börn sem falla undir þessa aldrusspönn að koma á æfingu.

Fyrstu alpagreinaæfingar þessa skíðatímabils er fyrirhuguð um helgina 12. – 13. desember 2020.

Hvenær og hverjir:
Laugardaginn 12. desember – kl 12:00-14:00: Börn fædd 2011 og síðar
Laugardaginn 12. desember – kl 14:00-16:00: Börn fædd 2005 – 2010
Sunnudagurinn 13. desember – kl 12:00-14:00: Börn fædd 2011 og síðar
Sunnudagurinn 13. desember – kl 14:00-16:00: Börn fædd 2005 – 2010

Foreldrar verða að fylgja gildandi sóttvarnarreglum (2ja metra fjarlægðarmörk, grímuskylda, reglulegur handþvottur og sprittun).

Hópstjóri um þessa fyrstu helgi verður Salóme Rut Kjartansdóttir. Hópstjóri verður með grímu.

Iðkendur þurfa að fylgja eftirfarandi reglum:

  1. Hús verða lokuð öðrum en starfsmönnum svæðisins.
  2. Krakkarnir mæta klæddir og fara beint í skíðin sín. Mikilvægt er að hafa farið á salernið áður en komið er á skíðasvæðið.
  3. Það verður ekkert hlið við lyftuna en útskýra þarf fyrir krökkunum að gera sitt besta til að uppfylla fjarlægðarmörk (svipað og þau þekkja úr skólanum).
  4. Þegar æfing er búin skal fara beint í bíl og heim
  5. Foreldrar mega bíða eftir börnum í bílum en ekki er ætlast til að foreldrar fari út úr bílunum nema til að aðstoða við að koma skíðaútbúnaði fyrir í þeim. Foreldrar verða að fylja gildandi sóttvarnarreglum.
  6. Einungis 1 lyfta verður opin þessa helgi.
  7. Mikilvægt er að allir standi saman til að hægt sé að halda æfingum fyrir ofangreindaaldurshópa gangandi!

Ef upp kemst að ekki sé verið að virða reglurnar gætu þær einfaldlega verið feldar úr gildi.

Gönguskíðaæfingar

Mynd gæti innihaldið: einn eða fleiri, standandi fólk, himinn, náttúra og útivist
Gönguskíði fyrir alla

Skipulagðar gönguskíðaæfingar hefjast á næstunni. En allir mega fara á gönguskíði gefið að gildandi sóttvarnarreglum sé fylgt.

Gönguspor er tilbúið við golfskál

Þjálfarar verða Jón Garðar Steingrímsson og Sandra Finnsdóttir.

Fjáraflanir

Út er komin 7″ vinylplata sem nokkrir félagar úr Karlakórnum Vísi voru að gefa út.

Gamlir félagar úr Vísi standa fyrir þessari útgáfu og rennur allur ágóði af sölu plötunnar til unglingastarfs Skíðafélagsins Skíðaborgar á Siglufirði. Platan kostar aðeins 1.000 Kr.

Pöntunum fyrir plötunni verður safnað saman í gegnum samfélagsmiðla (t.d. Facebook) en hún verður einnig fáanleg á veitingastaðnum Torginu og í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Einnig má hafa samband við Bjarna Þorgeirsson í síma 867.1590 til að verða sér út um eintök.

Jólaplata Karlakórsins Vísis til sölu um helgina