Veðrið núna

Skíðaganga

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar barnið æfir skíðagöngu? 

Að barnið sé klætt eftir veðri:

  • Góð innanundirföt (mælum með úr ull).

  • Góðir sokkar.

  • Buff fyrir háls og andlit sérstaklega ef það er kalt og/eða vindasamt.

  • Góðir vettlinga.

  • Léttar skíðabuxur og jakki sem að hefta ekki hreyfingar barnsins.

  • Passa að vera búin að borða og fara á snyrtinguna áður en mætt er á æfingu.

Æfingatímar og aðstæður

Mikilvægt er að mæta á réttum tíma á æfingar.

Því miður hefur það verið þannig að æfingar hafa ekki getað verið á föstum dögum sökum snjóalaga og veðurs en reynt er að halda að jafnaði 2 æfingar í viku.

Desember, janúar og jafnvel febrúar hafa einkennst af umhleypingum þar sem ekki er hægt að troða, snjór lítill eða bara klaki yfir öllu og leiðinlegt veður í ofanálagt. Slíkar aðstæður eru erfiðar fyrir börn yngri en 10 ára.

%d bloggers like this: