Veðrið núna

Fyrstu æfingar SSS og fjáraflanir

Alpagreinaæfingar

Svona var þetta fallegt í vetur og verður vonandi eins
Vonum að flesti komist á skíði í vetur

Í samræmi við nýjar sóttvarnarreglur sem gilda frá 10. desember 2020 til og með 12. janúar 2021 verður skíðasvæðið í Skarðsdal einungis opið fyrir formlegar æfingar barna fædd 2005 og síðar. Við hvetjum áhugasöm börn sem falla undir þessa aldrusspönn að koma á æfingu.

Fyrstu alpagreinaæfingar þessa skíðatímabils er fyrirhuguð um helgina 12. – 13. desember 2020.

Hvenær og hverjir:
Laugardaginn 12. desember – kl 12:00-14:00: Börn fædd 2011 og síðar
Laugardaginn 12. desember – kl 14:00-16:00: Börn fædd 2005 – 2010
Sunnudagurinn 13. desember – kl 12:00-14:00: Börn fædd 2011 og síðar
Sunnudagurinn 13. desember – kl 14:00-16:00: Börn fædd 2005 – 2010

Foreldrar verða að fylgja gildandi sóttvarnarreglum (2ja metra fjarlægðarmörk, grímuskylda, reglulegur handþvottur og sprittun).

Hópstjóri um þessa fyrstu helgi verður Salóme Rut Kjartansdóttir. Hópstjóri verður með grímu.

Iðkendur þurfa að fylgja eftirfarandi reglum:

  1. Hús verða lokuð öðrum en starfsmönnum svæðisins.
  2. Krakkarnir mæta klæddir og fara beint í skíðin sín. Mikilvægt er að hafa farið á salernið áður en komið er á skíðasvæðið.
  3. Það verður ekkert hlið við lyftuna en útskýra þarf fyrir krökkunum að gera sitt besta til að uppfylla fjarlægðarmörk (svipað og þau þekkja úr skólanum).
  4. Þegar æfing er búin skal fara beint í bíl og heim
  5. Foreldrar mega bíða eftir börnum í bílum en ekki er ætlast til að foreldrar fari út úr bílunum nema til að aðstoða við að koma skíðaútbúnaði fyrir í þeim. Foreldrar verða að fylja gildandi sóttvarnarreglum.
  6. Einungis 1 lyfta verður opin þessa helgi.
  7. Mikilvægt er að allir standi saman til að hægt sé að halda æfingum fyrir ofangreindaaldurshópa gangandi!

Ef upp kemst að ekki sé verið að virða reglurnar gætu þær einfaldlega verið feldar úr gildi.

Gönguskíðaæfingar

Mynd gæti innihaldið: einn eða fleiri, standandi fólk, himinn, náttúra og útivist
Gönguskíði fyrir alla

Skipulagðar gönguskíðaæfingar hefjast á næstunni. En allir mega fara á gönguskíði gefið að gildandi sóttvarnarreglum sé fylgt.

Gönguspor er tilbúið við golfskál

Þjálfarar verða Jón Garðar Steingrímsson og Sandra Finnsdóttir.

Fjáraflanir

Út er komin 7″ vinylplata sem nokkrir félagar úr Karlakórnum Vísi voru að gefa út.

Gamlir félagar úr Vísi standa fyrir þessari útgáfu og rennur allur ágóði af sölu plötunnar til unglingastarfs Skíðafélagsins Skíðaborgar á Siglufirði. Platan kostar aðeins 1.000 Kr.

Pöntunum fyrir plötunni verður safnað saman í gegnum samfélagsmiðla (t.d. Facebook) en hún verður einnig fáanleg á veitingastaðnum Torginu og í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Einnig má hafa samband við Bjarna Þorgeirsson í síma 867.1590 til að verða sér út um eintök.

Jólaplata Karlakórsins Vísis til sölu um helgina

Leave a Reply

%d bloggers like this: