Veðrið núna

Frábær árangur á Jónsmótinu

Hið árlega Jónsmót fór fram á Dalvík um helgina en mótið er fyrir 9-13 ára gamla krakka (fædd 2008-2012). Rúmlega 200 keppendur frá öllum Skíðafélögum landsins tóku þátt, þar af 14 keppendur frá SSS. Á föstudagskvöldinu var keppt í stórsvigi (1 ferð) og á laugardeginum í svigi (2 ferðir) og sundi (25 eða 50m bringusund eftir aldri). Þá var verðlaunað fyrir samanlagðan árangur í stórsvigi og sundi.

Árangur SSS krakkanna var framúrskarandi, bæði í fjallinu sem og í sundlauginni.

Tinna Hjaltadóttir varð í 3.sæti í stórsvigi og 4.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Steingrímur Árni Jónsson varð í 2.sæti í sundi og 4.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir varð í 4.sæti í stórsvigi, 1.sæti í sundi og 1.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Mundína Ósk Þorgeirsdóttir varð í 4.sæti í sundi og 3.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Sebastían Amor Óskarsson varð í 1.sæti í svigi, 2.sæti í stórsvigi, sundi og samanlögðu (stórsvig og sund).

Ragnheiður Kristín Ingvarsdóttir varð í 1.sæti í sundi og 3.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Freyja Júlía Brynjarsdóttir varð í 3.sæti í sundi og 2.sæti í samanlögðu (stórsvig og sund).

Alda Máney Björgvinsdóttir varð í 4.sæti í sundi.

Leave a Reply

%d bloggers like this: