Minningarorð um Maríu Guðmundsdóttir Toney frá skíðafélögum

María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum er látin. María var dyggur félagi í SKA og alin upp í brekkum Hlíðarfjalls. María varð margfaldur Íslandsmeistari og keppti fyrir hönd Íslands bæði á HM unglinga og á heimsmeistaramótum um árabil. Segja má að allt líf Maríu hafi verið litað af skíðamennsku en hún stundaði nám bæði í skíðamenntaskóla í Geiló í Noregi og í skíðaháskóla í Bandaríkjunum. 

Þjálfarar skíðafélagsins minnast Maríu sem fyrirmyndar íþróttamanni sem var ávallt dýrmætu liðsmaður, litrík og jákvæð, glaðvær og brosmild sem tók áskorunum með einskæru jafnaðargeði og af yfirvegun – meira að segja þegar að hún slasaðist korter í ólympíuleika! 

%d bloggers like this: