Stjórn SSS óskar þér gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir liðnar stundir. Fyrst viljum við þakka þeim fjölmörgu aðilum og fyrirtækjum sem að styrkt hafa félagið með beinum fjárframlögum eða í gegnum fjáraflanir. Næst þeim sjálfboðaliðum sem að lagt hafa mikið á sig til að hægt sé að halda úti skíðastarfinu. Síðast en ekki síst öllum þeim sem komið hafa í Skarðið og verslað hafa af okkur í sjoppunni.

Það gleður okkur að tilkynna að æfingagjöld verða þau sömu og í fyrra. Vetrarkort í fjallið eru innifalin í æfingagjöldunum. Greiðsla æfingagjalda skal fara fram í janúar ár hvert. Best er að greiða æfingagjöldin sem fyrst en barn getur hafið æfingar þó að ekki hafi verið gengið frá æfingagjöldum. Hægt er að koma frístundastyrk Fjallabyggðar fyrir æfingagjöldum á gjaldkera SSS; Önnu Maríu (hægt er að hafa samband í gegnum e-mail: oskar@mtr.is eða í síma: 699 8817).
Ef einhver vandamál eru með greiðslur eða ef greitt er eftir 31. janúar vinsamlegast hafið samband við gjaldkera SSS. Egill í miðasölunni er með nöfn iðkenda og það er nóg að gefa sig fram við miðasölu með gamla kortið sitt og fá áfyllingu. Ef iðkandi er alveg nýr þarf að hafa samband við gjaldkera SSS sem sér um áframhaldið.
Dagur | Yngri hópur ( 5. bekkur og yngri) Æfingagjöld: 20.000* Yfirþjálfari: Salóme Rut Kjartansdóttir | Eldri hópur (6. bekkur og eldri) Æfingagjöld: 25.000* Yfirþjálfari: Ingvar Steinarsson |
Mánudagur | ||
Þriðjudagur | 16:30-18:30 | 16:30-18:30 |
Miðvikudagur | 16:30-18:30 | 16:30-18:30 |
Fimmtudagur | | |
Föstudagur | Fastur varadagur æfinga 16:30-18:30 | Fastur varadagur æfinga 16:30-18:30 |
Laugardagur | 10:00-12:00 | 10:00-12:00 |
Sunnudagur | 10:00-12:00 | 10:00-12:00 |
* Einnig er systkinaafsláttur í boði.
Utan æfinga í hefðbundinni dagskrá verður einnig krafa um fyrirframákveðið magn frískíðunnar í hverjum mánuði. Það magn verður kynnt af þjálfara. Falli æfingar niður verður gripið til varaæfinga. Fastur varadagur æfinga er föstudagur en mögulegt er að grípa þurfi til tveggja æfinga um helgar, þ.e. fyrir og eftir hádegi. Þá taka krakkarnir stutta pásu í hádeginu og fá samlokur og drykki uppí fjalli. Tvöfaldar æfingar eru þó algjört varaplan og skal því enginn örvænta!
Við viljum nota tækifærið á að minna á að félagið er rekið af sjálfboðaliðum. Við erum alltaf að leita af fólki til að taka við af öðrum og standa að skemmtilegum verkefnum. Endilega sendið okkur línu t.d. á jongardar79@gmail.com.