Laufey Petra Þorgeirsdóttir er í námi á Akureyri þar sem hún æfir með Skíðafélagi Akureyrar og keppir fyrir SSS.

Í vetur landaði hún 3. í bikarkeppni SKÍ í flokki stúlkna 16-17 ára.
Önnur afrek vetrarins eru að hún náði á pall með bronsi á Skíðamóti Íslands þann 1.-2. apríl í svigi og á ÍR FIS svigmóti 2 þann 18. mars í flokki 16.-17. ára stúlkna. Einnig varð hún í 4. Sæti á ÍR FIS svig móti 2 sem einnig var haldið 18. mars vegna frestana, 4. Sæti á Ármanns FIS móti 1 þann 19. mars ásamt því að lenda í 7. sæti á Skíðamóti Íslands þann í stórsvigi.