Veðrið núna

Páskar, mót og fyrirmyndir

Dymbilvikan og páskarnir 2023 voru viðburðaríkir dagar í Skarðinu.

Símanúmeramót SSS fór fram á skíðasvæðinu í Skarðinu og tóku um 40 keppendur þátt við fínar aðstæður. Að loknu móti var öllum boðið í kakó. Þetta mót er ein af fjáröflunum félagsins en velviljarar félagsins leggja félaginu til símanúmer sitt til keppni gegn áheiti og svo keppa iðkendur félagsins fyrir hönd símanúmeranna. Sigurvegarinn fær svo vinning í boði SSS. Við þökkum þeim sem styrktu klúbbinn.

KLM mótið hjá 4. bekk og eldri í svigi var haldið laugardaginn 8. apríl í Skarðinu við mjög flottar aðstæður. Heitt var í veðri, sól og salta þurfti brautina sökum vorfæris. Mótið gekk vel í alla staði og gleðin skein úr andlitum krakkanna.

Laufey Petra Þorgeirsdóttir æfði og keppti með krökkunum. Hún er í námi á Akureyri þar sem hún æfir með Skíðafélagi Akureyrar og keppir fyrir SSS. Hún hefur staðið sig mjög vel í unglingaflokki á mótum á vetrinum – Vel gert Laufey!

Foreldrar iðkenda stóðu í ströngu undanfarna daga í sjoppunni uppí Skarði. Seldu vöfflur, sælgæti, drykki, samlokur, hamborgara og franskar sem aldrei fyrr. Stjórn SSS vill koma á kæru þakklæti til allra sem hönd lögðu á plóg!

Leave a Reply

%d bloggers like this: