Helgina 24.-26. mars 2023 fór Unglingameistaramótið í Alpagreinum fram í blíðskaparveðri í Bláfjöllum á Ármannssvæðinu.
Alpagreinakrakkarnir og foreldra þeirra fjölmenntu þar en mótið gekk vel fyrir sig. Brautin var hörð og reyndi vel á hæfni keppenda.
Iðkendur okkar náðu fínum árangri. Iðkendur SSS kepptu allir í aldursflokki 12-13 ára.
Strákarnir voru þrír: Sebastían Amor Óskarsson hafnaði í 6. sæti í svigi, 11. í stórsvigi og 4. í samhliðasvigi, hársbreidd frá verðlaunasæti. Steingrímur Árni Jónsson varð 8. í sviginu, 8. í stórsvigi og datt út í samhliðasviginu í viðureign við Alex Helga (sigurvegara samhliðasvigsins) í áttaliðaúrslitum. Haraldur Helgi Hjaltason hafnaði í 26. sæti í stórsvigi.
Í flokki stúlkna SSS næstflesta keppendur frá sama klúbbi eða sjö. Mundína Ósk Þorgeirsdóttir varð 6. í stórsvigi. Tinna Hjaltadóttir varð 19. í stórsvigi og 28. í svigi. Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir hafnaði í 23. sæti í stórsvigi og 17. í svigi. Sóley Birna Arnarsdóttir varð 28. í stórsvigi og 20. í svigi. Alexandra Ísold Guðmundsdóttir hafnaði í 29. sæti í stórsvigi og 23. í svigi. Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir varð 30. í stórsvigi og 18. í svigi. Margrét Hlín Kristjánsdóttir varð 31. í stórsvigi og 21. í svigi.
SSS á mjög efnilega iðkendur í unglingaflokki sem við getum verið stolt af. Hampa má því góða starfi sem þjálfarar krakkana, Anna María og Ingvar hafa innt af hendi og síðast en ekki síst heldur hópurinn okkar, iðkendur, foreldrar og þjálfarar að, heilla aðra með gagnkvæmri virðingu, virðingu gagnvart öðrum og samstöðu.
Kveðja,
Stjórnin







