Veðrið núna

Jónsmót 2023

Um helgina fór fram Jónsmótið á Dalvík þar sem keppt er í svigi (2 ferðir), stórsvigi (1 ferð) og sundi. Mótið er fyrir krakka í 4.-8.bekk (fædd 2009-2013) og mættu yfir 200 keppendur frá öllum skíðafélögum landsins.

Dalvíkingar voru búnir að leggja mikla vinnu á sig svo mótið færi fram enda takmarkaður snjór og eiga þeir hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem og framkvæmd mótsins, sem gekk heilt yfir mjög vel.

SSS var fjórða fjölmennasta félagið á mótinu en 16 keppendur komu frá SSS á mótið og stóðu þau sig frábærlega bæði í fjallinu og í lauginni. Fjölmargir iðkendur unnu til verðlauna á mótinu og enn fleiri unnu glæsilega persónulega sigra. Toppurinn var svo er félagið vann Jóhannsbikarinn en bikarinn er veittur fyrir glaða og jákvæða framkomu og hegðun á meðan móti stendur. Sérstök nefnd á vegum mótsins velur eitt félag, þar sem horft er yfir hópinn og eru engir undanskildir. Litið er til hegðunar foreldra, þjálfara og keppenda. SSS var að mati dómsnefndar með mjög góða liðsheild, hvöttu hvort annað vel áfram í brekkunni og í lauginni og voru áberandi á mörgum sviðum. Þess má einnig geta að SSS vann bikarinn einnig árið 2020.

NafnFlokkurSvig StórsvigSundStórsvig+Sund
Steingrímur Árni Jónsson13 ára3744
Alexandra Ísold Guðmundsdóttir13 ára13171114
Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir13 ára111325
Tinna Hjaltadóttir13 ára1010910
Haraldur Helgi Hjaltason12 ára1816910
Sebastían Amor Óskarsson12 ára3732
Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir12 ára101322
Mundína Þorgeirsdóttir12 áraÓgilt1011
Sóley Birna Arnardóttir12 ára13161420
Jasmín Þóra Harrinache11 áraÓgilt171415
Alda Máney Björgvinsdóttir10 ára141757
Elísabet Ída Skarphéðinsdóttir10 ára2031617
Freyja Júlía Brynjarsdóttir10 áraÓgilt522
Ragnheiður Kristín Ingvarsdóttir10 ára10913
Marínó Örn Óskarsson9 ára1211
Óliver Jökull Brynjarsson9 ára8923
Úrslit eftir keppendum, aldursflokki og keppnisgrein (birt með fyrirvara um innsláttarvillur)

Leave a Reply

%d bloggers like this: