Veðrið núna

Að afstöðnu 100 ára afmæli SSS

Afmælisdagurinn 8. febrúar 2020 heilsaði Siglfirðingum með blíðskaparveðri. Logn, hitastig -2°C og hart færi.

Að Hóli hittust gönguskíðaunnendur á námskeiði. Færið var grjóthart en allir skemmti sér mjög vel.

Gönguskíðahópurinn í leik

Fljótlega eftir að Skíðasvæðið í Skarðinu opnaði, gátu þeir sem vildu, skellt sér í skemmtibraut og kl 12:00 var keppt í samhliðasvigi. Samhliðasvigið var æsispennandi á köflum og höfðu ungir sem aldnir gaman af.

Krakka- og unglingahópurinn að loknu samhliðasviginu
Hressir keppendur fullorðinsflokksins í svigi
Brettaflokkurinn var ánægður með árangurinn

Að dagskrá á skíðasvæðunum lokinni var boðið til kaffisamsætis í Bláa húsinu. Síldarminjasafn Íslands setti upp litla sýningu á munum tengdum skíðafélaginu og vetrarmenningu.
Rúmlega 200 manns mættu á svæðið og nutu samverunnar og veitinganna.

Verðlaunagripir, fáni SSS og fleiri veglegir gripir
Frá tíð tveggka skíðafélaga á Siglufirði – Munir frá Skíðaborg
Lítill hluti þeirra skíða sem til sýnis voru
Frá kaffiboðinu

Leave a Reply

%d bloggers like this: