Afmælisdagurinn 8. febrúar 2020 heilsaði Siglfirðingum með blíðskaparveðri. Logn, hitastig -2°C og hart færi.
Að Hóli hittust gönguskíðaunnendur á námskeiði. Færið var grjóthart en allir skemmti sér mjög vel.


Fljótlega eftir að Skíðasvæðið í Skarðinu opnaði, gátu þeir sem vildu, skellt sér í skemmtibraut og kl 12:00 var keppt í samhliðasvigi. Samhliðasvigið var æsispennandi á köflum og höfðu ungir sem aldnir gaman af.



Að dagskrá á skíðasvæðunum lokinni var boðið til kaffisamsætis í Bláa húsinu. Síldarminjasafn Íslands setti upp litla sýningu á munum tengdum skíðafélaginu og vetrarmenningu.
Rúmlega 200 manns mættu á svæðið og nutu samverunnar og veitinganna.



