Veðrið núna

Andrésar andar leikarnir 2019

Andrésar andar leikarnir fóru fram í 44. skipti í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 24.–27. apríl 2019. Keppt var í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum.

Skráðir voru 38 þátttakendur frá SSS, 37 í alpagreinum og 1 á snjóbretti. Aðstæður voru nokkuð krefjandi enda heitt í veðri.

Mynd frá Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.
Hressir krakkar í skrúðgöngu

Keppendur létu það þó ekki mikið á sig fá og stóðu sig með príði. Nokkrir þátttakendur SSS komust á pall þetta árið. Úrslit má nálgast hér.

Mynd frá Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.
Melar voru byrjaðir að láta á sér kræla en brautir höfðu verið saltaðar til að gera þær stífari

Allir þátttakendur í yngsta hópnum fá þátttökuverðlaun sem krökkunum þykir mjög spennandi að hljóta.

Mynd frá Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.
Verið að gera sig klár fyrir leikjabrautina

Leave a Reply

%d bloggers like this: