Austurríki 2019

SSS fer til Austurríkis í janúar 2019. Stefnan er sett á Neukirchen þar sem að við höfum verið undanfarin ár. Skíðasvæðið er stórt og fjölbreytt. Það hefur gert börnunum gríðargott að komast svona snemma á skíði í þessari toppaðstöðu sem að skíðafélagið hefur aðgengi að. Hingað til hafa staðarhaldarar sýnt mikinn skilning og leyft að brekkur verði lokaðar undir skíðaæfingar félagsins.

Í ferðina er áætlað að 44 fari; 20 foreldrar og 24 börn. Þetta jafna hlutfall fullorðinnna og barna er venjubundið og hefur það komið vel fyrir. Hafa þessu til stuðnings margir foreldrar skipulagt frí frá vinnu útfrá þessum ferðum til að geta slappað af, skíðað og haft ofan af fyrir börnum sínum.

Börnin sem að í ferðina fara taka með sér heimalærdóm og hafa nokkuð þétta dagskrá hvern dag fyrir höndum við æfingar, hvíld og lærdóm.

Aðalþjálfari í þessari ferð verður Helgi Steinar Andrésson og eru miklar vonir bundnar við hans starf úti með skíðafélaginu. Salome Rut Kjartansdóttir mun sjá um æfingar fyrir þá iðkendur sem að ekki fara út.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Create a website or blog at WordPress.com

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: