Velunnarar SSS settu jólaljósin við Hvanneyrarskálina og ártalið í hlíðinni upp. Er það liður í fjáröflun félagsins og þakkar SSS Fjallabyggð og þeim sem lögðu hönd á plóg við viðhald, undirbúning og uppsetningu.
Hefur þig alltaf langað til að geta skíðað en einhvern veginn ekki komist til þess? Hvernig væri að drífa sig á námskeið sniðið að þörfum byrjenda? Nú eru frábærar aðstæður til þess að læra á skíði uppí Skarði, tiltölulega lítið af fólki og ágætis færi.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) og Valló bjóða uppá byrjendaskíðanámskeið fyrir fullorðna í næstu viku. Kennt verður í litlum hópi mánudag (10. desember) til fimmtudags (13. desember) milli kl 16:30 og 18:00*. Farið verður yfir undirstöðuatriði og kennslan miðar að því að henni lokinni geti nemandinn rennt sér sjálfur niður brekkur, stýrt hraða og stefnu af, ásamt því að geta tekið lyftur á eigin spýtur.
Verð er einungis 20.000 kr. Innifalið er kennsla, skíðapassi fyrir 4 daga, skíðaútbúnaðarleiga fyrir 4 daga (skíði, skór og stafir). Af þessu gjaldi renna síðar 5.000 kr. uppí vetrarkort, kjósi nemendur að slíkt!
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Kristínu Önnu (844 8702).
*Falli kennsla niður vegna veðurs eða annara óviðráðanlegra aðstæðna verður tími fundinn í samráði við nemendur.
Við höfum það eftir áreiðanlegum heimildum að skíðasvæðið sé alveg að opna. Nú er um að gera að taka fram græjurnar og gíra sig upp í að fara á skíði með krökkunum. Að fylgja börnunum á skíðum er gríðarlega mikilvægt uppá framþróun þeirra og félagslegan þroska. Góð samverustund í frábæru umhverfi hinna ævintýralegu háu fjalla sem rísa upp af hinu harðgerða norður-Atlantshafi.