Happdrætti SSS haustið 2019

Í dag, 14. nóvember 2019 á skrifstofu Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Siglufirði var dregið í happdrætti Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) af fulltrúa Sýslumannsins Brynju Hafsteinsdóttur. Viðstöð voru fyrir hönd SSS: Jón Garðar Steingrímsson, formaður og Anna María Björnsdóttir, gjaldkeri.

Lagt var fram leyfi happadrættisins, dagsett 17. október 2019 útgefið af Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Fjöldi útprentaðra miða var 800 stk. og seldir voru 622 stk. Dregið var úr seldum miðum samkvæmt framlagðri vinningskrá, þó seldust miðar í hærri númerum en 622.

Útdráttur Happdrætti SSS haustið 2019 fór þannig fram (birt með fyrirvara um innsláttarvillur):

Vinningur: Verðmæti: Vinningsnúmer:
1.vinningur Gjafabréf frá Saga Travel 65.000 684
2.vinningur Gjafabréf á Sigló Hótel og Sunnu 40.500 407
3.vinningur Gisting í Sæluhúsum 55.000 375
4.vinningur Benecta 35.000 280
5.vinningur Árskort á Skíðasvæði Siglufjarðar 27.000 285
6.vinningur Árskort á Skíðasvæði Siglufjarðar 27.000 072
7.vinningur Flíspeysa frá Cintamani 24.000 474
8.vinningur Gjafabréf frá  Norðursiglingum 21.000 259
9.vinningur Vörur frá Rakarastofu Ragnars 20.000 369
10.vinningur Tannhvítun frá Heilsu og Útlit 20.000 155
11.vinningur Skíðabakpoki frá Fjalari 16.000 057
12.vinningur Kraftgalli frá Olís 20.000 480
13.vinningur Gjafakarfa frá Kjörbúðinni Ólafsfirði 15.000 132
14.vinningur Klipping og vörur frá Hrímnir 13.900 583
15.vinningur Gjafabréf frá Siglunes 13.000 167
16.vinningur Siglufjörður frá Síldarminjasafninu 13.000 425
17.vinningur Gjafabréf frá Harbour House Cafe 10.000 564
18.vinningur ChitoCare vörur frá Primex 10.000 142
19.vinningur Gjafabréf á Torgið frá Vex 10.000 268
20.vinningur Gjafabréf frá Kjarnafæði 10.000 081
21.vinningur Heyrnartól frá Símanum 10.000 600
22.vinningur Gjafabréf frá Everst 10.000 500
23.vinningur Vörur frá Múlatind 10.000 138
24.vinningur Gjafabréf frá Fjallahestum Sauðanesi 10.000 648
25.vinningur Gjafabréf frá Fjallahestum Sauðanesi 10.000 577
26.vinningur Húfa og vettlingar frá Cintamani 9.000 179
27.vinningur Ostakarfa frá MS og Egils Appelsín 9.000 381
28.vinningur Vörur frá Efnalauginni Lind, Kristall og prins 9.000 535
29.vinningur Gjafabréf í Sjóböðin á Húsavík 8.600 487
30.vinningur M Fitness taska og brúsi 8.500 401
31.vinningur Dekurpakki frá Siglufjarðar Apóteki 8.500 392
32.vinningur Gjafapakki frá Hárgreiðslust. Sillu 8.000 318
33.vinningur Gjafabréf frá Snyrtistofu Hönnu 7.800 328
34.vinningur Sundkort frá Fjallabyggð og prins polo 6.500 661
35.vinningur Sundkort frá Fjallabyggð og prins polo 6.500 558
36.vinningur B Jenson gjafabréf, Egils Appelsín og Oreo kex 6.500 286
37.vinningur Gjafabréf frá Torginu 5.000 226
38.vinningur Mánaðarskammtur af Magnesíum 5.000 626
39.vinningur Mánaðarskammtur af Magnesíum 5.000 469
40.vinningur Gjafabréf frá Siglósport 5.000 383
41.vinningur Gjafabréf frá Siglósport 5.000 526
42.vinningur Molar frá Frida Súkkulaðikaffihús og Pepsí 4.000 408
43.vinningur Gjafabréf frá Fiskibúð Fjallabyggðar 4.000 165
44.vinningur Gjafabréf frá Videóval og Oreo kex 4.000 247
45.vinningur Gjafabréf frá Videóval og Oreo kex 4.000 445
46.vinningur Konfektkassi frá Nóa Sirius og Kristall 2.300 342
47.vinningur Konfektkassi frá Nóa Sirius og Kristall 2.300 139

Hægt er að nálgast vinninga til og með 4. desember 2019 hjá Önnu Maríu Björnsdóttur (699 8817).

SSS þakkar þeim fyrirtækjum sem að gáfu vinninga í happadrættið og styrktu okkur í undirbúningi þess innilega fyrir framlagið.

Fréttatilkynning SSS vegna Super Troll Ski Race 2019

Fréttatilkynning SSS vegna Super Troll Ski Race 2019

Stjórn Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) ákvað í dag að fresta alþjóðlega fjallaskíðamótinu Super Troll Ski Race fram á næsta ár vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ákvörðunina var ekki auðvelt að taka þar sem mótið er ein helsta fjáröflun barna- og unglingastarfs SSS og hafði verið haldin fimm ár í röð. Hins vegar eru aðstæður orðnar slíkar með snjóalög á norðanverðum Tröllaskaga  og með öryggi og mögulega ánægjuupplifun þátttakenda í huga, telur stjórn SSS ekki tækt að halda mótið þetta árið. Verndari mótsins og ráðgjafar að mótsnefnd styðja þessa ákvörðun.

Stjórn SSS þakkar styrktaraðilum, öllum þeim sem nú þegar eru skráðir á mótið, þeim sem stefndu að því að skrá sig á mótið og þeim sem að undirbúningi mótsins hafa komið, kærlega fyrir. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þessi ákvörðun kann að hafa og munum hafa samband við þá sem nú þegar hafa greitt mótsgjald.

Árið 2020 heldur SSS uppá aldarafmæli sitt og vonumst við að sjá sem flesta ykkar það ár þegar sjötta alþjóðlega fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race verður haldið.

Andrésar andar leikarnir 2019

Andrésar andar leikarnir fóru fram í 44. skipti í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 24.–27. apríl 2019. Keppt var í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum.

Skráðir voru 38 þátttakendur frá SSS, 37 í alpagreinum og 1 á snjóbretti. Aðstæður voru nokkuð krefjandi enda heitt í veðri.

Mynd frá Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.
Hressir krakkar í skrúðgöngu

Keppendur létu það þó ekki mikið á sig fá og stóðu sig með príði. Nokkrir þátttakendur SSS komust á pall þetta árið. Úrslit má nálgast hér.

Mynd frá Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.
Melar voru byrjaðir að láta á sér kræla en brautir höfðu verið saltaðar til að gera þær stífari

Allir þátttakendur í yngsta hópnum fá þátttökuverðlaun sem krökkunum þykir mjög spennandi að hljóta.

Mynd frá Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.
Verið að gera sig klár fyrir leikjabrautina

UPPFÆRT – Af mótahaldi

SSS heldur KLM mót* og Símanúmeramót SSS um komandi helgi (5. – 7. apríl 2019).

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

KLM mótið 2019

KLM Verðlaunagripir
KLM verðlaunagripir styrkja SSS til mótahaldsins

Frestað til sunnudags Föstudagurinn 5.apríl:
16:30 Brautarskoðun svig hjá 10-15 ára (5.bekkur og eldri)
Laugardagurinn 6.apríl:
10:30 Brautarskoðun stórsvig hjá 10-15 ára (5.bekkur og eldri)
13:00 Brautarskoðun stórsvig hjá 7 ára og yngri (2.bekkur og yngri)
14:00 Brautarskoðun svig hjá 7 ára og yngri (2.bekkur og yngri)
*Athuga að 8-9 ára (3.-4.bekkur) munu keyra bæði svig og stórsvig eftir helgina vegna Goðamóts hjá stelpunum (veður mun stjórna dagsetningunni).

Símanúmeramót SSS

Image result for símanúmeramót sss
Svipmynd frá Símanúmeramóti SSS 2018

Sunnudagurinn 7.apríl:
11:00 16:30 Brautarskoðun svig hjá 10-15 ára (5.bekkur og eldri

13:00 11:00 Símanúmeramót SSS (allir geta tekið þátt)
Hvetjum foreldra til að fjölmenna í fjallið og fylgjast með ásamt því að öll hjálp við mótin er vel þegin.

Fréttir af UMÍ 2019

Unglingameistaramót Íslands var sett á Akureyri fimmtudaginn 21. mars 2019. Ögmundur Knútsson varaformaður SKI setti mótið og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar fór með hvatningarorð fyrir þátttakendur. Næst steig Dagný Linda Kristjánsdóttir á stokk og gaf keppendum innsýn inn í líf alþjóðlegrar keppnismanneskju á skíðum. Inntak fyrirlesturs Dagnýjar er hversu mikilvægt það er að setja sér markmið og gefast ekki upp – sama þótt móti blási!

Inná milli var veðrið gott um helgina
© Þorgeir Bjarnason

Upphaflega átti fyrsti keppnisdagurinn að vera á föstudaginn, en sökum veðurs var mótahaldi þann daginn blásið af. Laugardagurinn var því langur en keppt var í tveimur greinum, svigi og stórsvigi. Þriðju greininni, sem átti að vera samhliðasvig á sunnudeg var aflýst.

Keppni lauk rúmlega 22:00
© Þorgeir Bjarnason

Hægt er að nálgast öll úrslit hér. Að vanda stóðu keppendur frá SSS sig vel.

Langur dagur framundan
© Þorgeir Bjarnason

Í stúlknaflokki 12-13 ára urðu iðkendur frá SSS í eftirfarandi sætum:

Svig19Laufey Petra Þorgeirsdóttir 
Svig24Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir 
Svig28Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, 
Stórsvig22Laufey Petra Þorgeirsdóttir 
Stórsvig29Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, 
Stórsvig30Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir 
Keppendur létu langan dag ekki á sig fá!
© Þorgeir Bjarnason

Í stúlknaflokki 14-15 ára urðu iðkendur frá SSS í eftirfarandi sætum:

Svig2Amalía Þórarinsdóttir 
Svig11Halldóra Helga Sindradóttir
Svig18Marlis Jóna Karlsdóttir
Stórsvig4Amalía Þórarinsdóttir 
Stórsvig14Halldóra Helga Sindradóttir
Stórsvig18Marlis Jóna Karlsdóttir

Í drengjaflokki 14-15 ára urðu iðkendur frá SSS í eftirfarandi sætum:

Svig9Andri Snær Elefsen
SvigDQHafsteinn Úlfar Karlsson
Stórsvig9Andri Snær Elefsen
Stórsvig10Hafsteinn Úlfar Karlsson
Eftir að annað sætið var Amalíu, var henni vel fagnað. Til hamingju Amalía!
© Þorgeir Bjarnason