Við höfum það eftir áreiðanlegum heimildum að skíðasvæðið sé alveg að opna. Nú er um að gera að taka fram græjurnar og gíra sig upp í að fara á skíði með krökkunum. Að fylgja börnunum á skíðum er gríðarlega mikilvægt uppá framþróun þeirra og félagslegan þroska. Góð samverustund í frábæru umhverfi hinna ævintýralegu háu fjalla sem rísa upp af hinu harðgerða norður-Atlantshafi.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg er með humar frá Humarsölunni til sölu. Liður í fjáröflun fyrir barna og unglingastarf félagsins.
Stór humar á 7.900 kr. (1 kg pakkning, halarnir eru yfir 40 gr en brotnir). Glæsilegur humar sem hentar við flest tækifæri og góður í fjölmarga matseld um jólahátíðirnar.
Skelflettur humar á 5.000 kr. (1 kg lofttæmd pakkning). Feikivinsæll humar sem hentar vel í súpur, salöt, ofan á pizzur og fleiri matseld þar sem að bragðið og skortur á fyrirhöfn skiptir mestu máli.
Skelfléttur humar í súpur
Hægt er að hafa samband við Jón Garðar í gegnum tölvupóstfangið jongardar79@gmail.com
Í dag, 23. október 2018 á skrifstofu Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Siglufirði var dregið í happadrætti Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) af fulltrúa Sýslumannsins Brynju Hafsteinsdóttur. Viðstöð voru fyrir hönd SSS: Jón Garðar Steingrímsson, formaður og Anna María Björnsdóttir, gjaldkeri.
Lagt var fram leyfi happadrættisins, dagsett 3. október 2018 útgefið af Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Fjöldi útprentaðra miða var 800 stk. og seldir voru 537 stk. Dregið var úr seldum miðum samkvæmt framlagðri vinningskrá, þó seldust miðar í hærri númerum en 537.
Úrdráttur Happdrætti SSS haustið 2018 fór þannig fram (birt með fyrirvara um innsláttarvillur):
Vinningur:
Verðmæti:
Vinningsnúmer:
1.vinningur
Gisting í Sæluhúsum
65.000.-
247
2.vinningur
Sex mánaða skammtur af Benecta
35.000.-
262
3.vinningur
Eitt árskort á Skíðasvæði Siglufjarðar
25.000.-
576
4.vinningur
Eitt árskort á Skíðasvæði Siglufjarðar
25.000.-
232
5.vinningur
Ullarföt frá Olís
23.000.-
042
6.vinningur
Atomic skíðapoki frá Fjalari
20.000.-
101
7.vinningur
Gjafabréf frá Úrval Útsýn
20.000.-
349
8.vinningur
Gjafabréf frá Úrval Útsýn
20.000.-
043
9.vinningur
Gjafakort frá Byggingarfélagi Berg
15.000.-
419
10.vinningur
Snyrtitaska frá Snyrtistofu Hönnu Siggu
12.500.-
207
11.vinningur
Gjafabréf frá Top Mountaineering
11.000.-
037
12.vinningur
Bílavörur frá Múlatind
10.000.-
425
13.vinningur
Gjafabréf frá Harbour House Cafe
10.000.-
332
14.vinningur
Reiðtúr fyrir tvo frá Herdísi á Sauðanesi
10.000.-
290
15.vinningur
Vörur frá Primex
10.000.-
323
16.vinningur
Vörur frá Cintamani
10.000.-
393
17.vinningur
Vörur frá Cintamani
10.000.-
429
18.vinningur
Headphones frá Símanum
10.000.-
004
19.vinningur
Gjafabréf frá SiglóSport
10.000.-
535
20.vinningur
Vörur frá Efnalauginni Lind
7.000.-
595
21.vinningur
Vörur frá SiglufjarðarApóteki
6.000.-
652
22.vinningur
Vörur frá SR
6.000.-
684
23.vinningur
Gjafakassi frá Hárgreiðslustofu Sillu
6.000.-
111
24.vinningur
Snyrtitöskur frá Moroccanoil
6.500.-
517
25.vinningur
Snyrtitöskur frá Moroccanoil
6.500.-
218
26.vinningur
Dömuklipping Hárgreiðslustofu Sirrýjar
5.500.-
039
27.vinningur
Sundkort frá Fjallabyggð
5.300.-
284
28.vinningur
Gjafabréf frá Everest
5.000.-
196
29.vinningur
Vörur frá Vídeóval
5.000.-
390
30.vinningur
Vörur frá Vídeóval
5.000.-
011
31.vinningur
Gjafabréf frá Torginu
5.000.-
274
32.vinningur
Gjafabréf frá Torginu
5.000.-
186
33.vinningur
Gjafabréf frá Hjarta Bæjarins
5.000.-
391
34.vinningur
Gjafabréf frá Hjarta Bæjarins
5.000.-
404
35.vinningur
Vörur frá Pósthúsinu
5.000.-
279
36.vinningur
Gjafabréf frá Fiskbúð Fjallabyggðar
4.000.-
045
37.vinningur
Molar frá Frida Súkkulaðikaffihús
3.000.-
160
Hægt er að nálgast vinninga til og með 16. nóvember 2018 hjá Önnu Maríu Björnsdóttur (699 8817).
SSS þakkar þeim fyrirtækjum sem að gáfu vinninga í happadrættið og styrktu okkur í undirbúningi þess innilega fyrir framlagið.
Til gamans um ágæta dreifni vinninga á númer er þetta graf:
SSS fer til Austurríkis í janúar 2019. Stefnan er sett á Neukirchen þar sem að við höfum verið undanfarin ár. Skíðasvæðið er stórt og fjölbreytt. Það hefur gert börnunum gríðargott að komast svona snemma á skíði í þessari toppaðstöðu sem að skíðafélagið hefur aðgengi að. Hingað til hafa staðarhaldarar sýnt mikinn skilning og leyft að brekkur verði lokaðar undir skíðaæfingar félagsins.
Í ferðina er áætlað að 44 fari; 20 foreldrar og 24 börn. Þetta jafna hlutfall fullorðinnna og barna er venjubundið og hefur það komið vel fyrir. Hafa þessu til stuðnings margir foreldrar skipulagt frí frá vinnu útfrá þessum ferðum til að geta slappað af, skíðað og haft ofan af fyrir börnum sínum.
Börnin sem að í ferðina fara taka með sér heimalærdóm og hafa nokkuð þétta dagskrá hvern dag fyrir höndum við æfingar, hvíld og lærdóm.
Aðalþjálfari í þessari ferð verður Helgi Steinar Andrésson og eru miklar vonir bundnar við hans starf úti með skíðafélaginu. Salome Rut Kjartansdóttir mun sjá um æfingar fyrir þá iðkendur sem að ekki fara út.