Unglingameistaramót Íslands var sett á Akureyri fimmtudaginn 21. mars 2019. Ögmundur Knútsson varaformaður SKI setti mótið og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar fór með hvatningarorð fyrir þátttakendur. Næst steig Dagný Linda Kristjánsdóttir á stokk og gaf keppendum innsýn inn í líf alþjóðlegrar keppnismanneskju á skíðum. Inntak fyrirlesturs Dagnýjar er hversu mikilvægt það er að setja sér markmið og gefast ekki upp – sama þótt móti blási!

© Þorgeir Bjarnason
Upphaflega átti fyrsti keppnisdagurinn að vera á föstudaginn, en sökum veðurs var mótahaldi þann daginn blásið af. Laugardagurinn var því langur en keppt var í tveimur greinum, svigi og stórsvigi. Þriðju greininni, sem átti að vera samhliðasvig á sunnudeg var aflýst.

© Þorgeir Bjarnason
Hægt er að nálgast öll úrslit hér. Að vanda stóðu keppendur frá SSS sig vel.

© Þorgeir Bjarnason
Í stúlknaflokki 12-13 ára urðu iðkendur frá SSS í eftirfarandi sætum:
Svig | 19 | Laufey Petra Þorgeirsdóttir |
Svig | 24 | Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir |
Svig | 28 | Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, |
Stórsvig | 22 | Laufey Petra Þorgeirsdóttir |
Stórsvig | 29 | Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, |
Stórsvig | 30 | Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir |

© Þorgeir Bjarnason
Í stúlknaflokki 14-15 ára urðu iðkendur frá SSS í eftirfarandi sætum:
Svig | 2 | Amalía Þórarinsdóttir |
Svig | 11 | Halldóra Helga Sindradóttir |
Svig | 18 | Marlis Jóna Karlsdóttir |
Stórsvig | 4 | Amalía Þórarinsdóttir |
Stórsvig | 14 | Halldóra Helga Sindradóttir |
Stórsvig | 18 | Marlis Jóna Karlsdóttir |
Í drengjaflokki 14-15 ára urðu iðkendur frá SSS í eftirfarandi sætum:
Svig | 9 | Andri Snær Elefsen |
Svig | DQ | Hafsteinn Úlfar Karlsson |
Stórsvig | 9 | Andri Snær Elefsen |
Stórsvig | 10 | Hafsteinn Úlfar Karlsson |

© Þorgeir Bjarnason